TOP

FRÉTT: Lady Gaga með svartan ilm á markað – FAME!

Ég skrifaði um það hér nýr ilmur væri væntanlegur frá snillingnum Lady Gaga en sá er afar óvenjulegur og spennandi.

Ilmurinn heitir FAME og það sem er óvenjulegt við hann er að vökvinn er svartur í flöskunni – en þegar þú sprautar honum á þig þá verður hann glær og enginn litur situr eftir á húðinni eða fötunum!!

Gaga vildi hafa þrennt á hreinu þegar ilmurinn var þróaður. Hann átti að vera á sama tíma léttur, munúðarfullur og dökkur.

Ilmurinn er ríkur af blómum og  í honum er meðal annars Tígur Orkídea og Jasmína, það er einnig léttur ávaxtakeimur af honum en Gaga var hörð á því að hann ætti að vera léttur og vildi að hann myndi hæfa sem flestum.

Leikstjórinn Steven Klein leikstýrði auglýsingu sem Gaga gerði fyrir nýja ilminn sinn en það er óhætt að segja að þessi ilmvatsauglýsing sé engri annari lík enda er Lady Gaga afar frumleg á öllum sviðum sinnar sköpunar.

Ilmurinn er væntanlegur í verslanir hérlendis nú í október…. spennan magnast!

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ZnXIhlP1FiI[/youtube]

 

Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift. Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig