Hvað er betra fyrir líðanina og heilsuna en fagur fiskur úr sjó, fullur af próteini og vítamínum?  Í dag er þriðjudagur og ferskur fiskur kominn í borðin hjá fisksölum landsins… því er ljómandi góð hugmynd að kvöldmatnum.

Uppskriftin er fyrir fjóra, fengin hjá stelpunum í Yndisauka. Einkar girnileg uppskrift og við mælum þá sérstaklega með Dukkah frá þeim sem gerir ótal  rétti aðeins girnilegri.

-Fyrir fjóra

  • 900g steinbítur, roð og beinhreinsaður
  • 1 askja kisuberjatómatar
  • 1 stk lime
  • 5 msk Havana Dukkah*
  • 5 msk ólífuolía
  • 5 lauf fersk basilika
  • salt

Hellið helmingnum af olíunni í stórt elfast fat. Skerið fiskinn í hæfilega bita og raðið þeim í fatið.

Skerið tómatana í báta og raðið þeim á milli fiskbitanna. Skolið lime-ið vel og rífið börkinn af því á fínu rifjárni, skerið það svo í tvennt og kreistið safan í öðrum helmingnum yfir fiskinn og stráið berkinum yfir. Stráið svo Dukkahnu þar yfir og hellið restinni af olíunni yfir allt saman, saltið aðeins og skellið fatinu svo í ofninn. 10 mín við 185°c eða þar til fiskurinn er tilbúinn.

Við mælum með að rífa niður rótargrænmeti, snöggsteikja það á pönnu og bera það fram sem meðlæti.