Hamborgarar eru góðir en oftast alveg sérlega hitaeiningaríkir. Hér er uppskrift að einstaklega girinilegum og hamborgara sem inniheldur meðal annars feta ost og kúrbít… namm namm.

Fyrir fjóra

INNIHALD

170 gr grísk jógúrt
110 gr gúrka, söxuð smátt (sirka hálfur bolli)
hálft hvítlauksrif, marið
1 teskeið ferskur sítrónusafi
sirka 500 gr magurt hakk
sirka 100 gr fetaostur, mulinn
1/3 bolli saxaður rauðlaukur
1/2 bolli þurrkað marjoram/kryddmæra (krydd)
1/2 tsk salt
1/4 teskeið ferskur mulinn svartur pipar
Cooking spray eða steikarúði (einnig hægt að setja Isio4 eða ólífuolíu í þar til gerðan úðabrúsa)
Krukka af grillaðri papriku, rauðri
4 spelt hamborgarabrauð
Salat með og gúrka eða annað grænmeti eftir smekk

AÐFERÐ

Blandaðu saman jógúrt, gúrku, hvítlauk og sítrónusafa í skál og settu til hliðar.
Blandaðu saman í annari skál, hakki, kúrbít, feta, lauk, kryddinu marjoram og salti og pipar.

Mótaðu kjötið í hamborgaraklatta, spreyjaðu grill eða pönnu með úðanum og steiktu svo í 5 mínútur á hvorri hlið.

Settu grillaða papriku á brauðið, borgarann yfir, síðan jógúrtsósuna og gúrku ef vill.

NÆRING

459 hitaeiningar á skammt, 11 g fita (5 g mettuð), 46 g kolvetni, 2 g trefjar, 40 g prótein.