Tímaritið Oxygen birtir í þessum mánuði fullt af uppskriftum að sósum og salatdressingum sem innihalda miklu færri hitaeiningar en fyrirmyndirnar en bragðast engu síður.

Hér er uppskrift að Sesarsalat dressingu sem inniheldur umtalsvert færri hitaeiningar en hin afar hitaeiningaríka sósa sem við erum vanar.

Þessi endist í heilan mánuð ef þú setur hana í krukku inn í ísskáp.

Mundu bara að merkja dagsetninguna og njóta með afar góðri samvisku.

  • 110 gr létt, stinnt tofu
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • 1/4 bolli af vatni
  • safi úr einni sítrónu
  • 1 matskeið parmesan ostur, ferskur og rifinn
  • 2 ansjósur
  • 1 matskeið rauðvínsedik
  • 1 matskeið Dijon sinnep
  • 1/2 teskeið svartur pipar, mulinn

AÐFERÐ:  Blandaðu öllu saman í matvinnsluvél eða blender. Njóttu með góðu salati og í góðum félagsskap.