Miranda Kerr er í viðtali við Harper´s Bazaar tímaritið og klæðist einungis hnéháum leðurstígvélum frá Hermes í myndaseríu sem Terry Richardson tók.

“Style icon” ofurfyrirsætunnar eru meðal annars Audrey Heburn og amma hennar. Þegar hún var lítil fór hún oft í fataskáp ömmu sinnar  til að máta og skoða fötin hennar. Amma kenndi henni til dæmis að þú þarft ekki að eiga mikinn pening til þess að líta vel út – þetta er allt í því hvernig þú berð þig og hvernig þú raðar fötunum saman.

Þegar hún varð mamma breyttist mataræðið hjá Miröndu Kerr. Hún segist hugsa meira um það hvað hún lætur ofan í sig núna og trúir því að fegurðin byrji innan frá, eða með öðrum orðum: þú ert það sem þú borðar.

Svo tók hún þetta skrefinu lengra og er orðin löggildur heilsuþjálfari og getur leiðbeint fólki með mataræði.

Fyrirsætunni fögru líður best þegar fjölskyldan er öll samankomin og hún getur eldað eitthvað hollt og gott handa Orlando og syni sínum Flynn. Hún vonast einnig til þess að hann fái að upplifa sömu æsku og hún en hún ólst upp við það að klifra í trjám, fara á hestbak og synda í ám.

Miranda elskar að stunda jóga. Að hennar mati er það kjarni alls þó hún stundi það ekki nema í 10-15 mínútur þá finnur hún samt sem áður strax mun á sjálfri sér, hún verður mun einbeittari og innri kjarni líkama hennar bætist. Eftir það tekur hún nokkrar vel valdar hnébeygjur til að tóna rass og læri.

Dugleg og falleg kona hún Miranda Kerr…