Um daginn rakst ég á einkar skemmtilega bók inni á Amazon.com og niðurhalaði með skyndi í kyndil.

Sagan heitir Gone Girl og við fyrstu sýn virðist um hefðbundna glæpasögu að ræða þar sem reynt er að komast að hinu sanna í morð eða mannránsmáli en fljótlega tekur sagan snúning og verður mikið flóknari og áhugaverðari en svo.

Sagan segir frá parinu Amy og Nick sem hafa verið gift í fimm ár. Þegar fimm ára brúðkaupafmæli rennur upp er Amy hinsvegar horfin og enginn veit hvað af henni varð.

Við fylgjumst svo með framrás sögunnar frá tveimur sjónarhornum. Annarsvegar í gegnum dagbók Amy sem hófst nokkrum árum fyrir hvarfið og hinsvegar frá Nick í nútímanum.

Smátt og smátt verður sagan áhugaverðari eftir því sem maður fer lengra inn í kollinn á aðalpersónunum sem eru síður en svo einfaldar manneskjur. Erfiðleikum í sambandi samskiptum hjóna er lýst af mikilli kostgæfni og jafnframt finnst mér höfundurinn ná að taka púlsinn á margskonar öðrum samskiptavinklum, eins og til dæmis bara spennunar á milli eiginkonu og systur Nicks eða sögupersóna við eigin foreldra, svo fátt eitt sé nefnt.

Mér skilst að Reese Witherspoon komi til með að leika hlutverk Amy í samningi sem hefur verið undirritaður við 20th Century Fox um að framleiða myndina en ég verð klárlega fremst á þröskuldinum með Barbietec vinkonu minni á frumsýningardaginn…

Hér er tilvitnun í Amy:

“Men always say that as the defining compliment, don’t they? She’s a cool girl. Being the Cool Girl means I am a hot, brilliant, funny woman who adores football, poker, dirty jokes, and burping, who plays video games, drinks cheap beer, loves threesomes and anal sex, and jams hot dogs and hamburgers into her mouth like she’s hosting the world’s biggest culinary gang bang while somehow maintaining a size 2, because Cool Girls are above all hot. Hot and understanding. Cool Girls never get angry; they only smile in a chagrined, loving manner and let their men do whatever they want. Go ahead, shit on me, I don’t mind, I’m the Cool Girl.”

Hvort sem þú rekst á hana í bókabúð eða niðurhalar í spjaldtölvuna þína þá er Gone Girl sérlega skemmtileg og spennandi saga sem ég mæli heilshugar með að þú lesir.