Lady Gaga er þess heiðurs aðnjótandi í annað sinn að vera forsíðustúlka Vogue tímaritsins í septembermánuði.

Í viðtalinu spjallar hún um allt á milli himins og jarðar en kemur meðal annars inn á tónlistina og svo nýtt ilmvatn sem hún er að fara að senda á markað.

Gaga hefur verið umdeild víða vegna djarfs klæðaburðar ásamt djarfri sviðsframkomu en daman vekur alltaf athygli hvar sem hún kemur og hefur ekkert á móti þessari athygli. Söngkonan er þó bæði elskuð og dáð af aðdáendum sínum víða um heim og svo eru aðrir sem elska að hata hana.

Hún hefur jafnframt haft mikil áhrif á tískuheiminn og er bæði dýrkuð og dáð af öllum helstu tískuritstjórum og hönnuðum heims.

Lady Gaga er nýbúin að senda frá sér ilmvatn sem heitir því viðeigandi nafni FAME en það er í fyrsta sinn sem hún sendir frá sér ilm.

Þegar ilmurinn var hannaður lagði Lady Gaga mikla áherslu á tvennt. Ilmvatnið sjálft varð að vera SVART á lit en GLÆRT þegar því væri sprautað á hörundið.

Þetta tókst og þegar þú sérð ilmvatnið í flöskunni þá er það SVART! -Ekta Gaga. útlit flöskunnar er þó algjört hernaðarleyndarmál og við verðum bara að bíða spenntar.

Spurð út í ilminn sjálfan segir Lady Gaga:

„Þú verður að vilja lykta af því, snerta það og finna það“.

Spurð út í tónlistina segist hún ekki búa til tónlist til að fólki finnist hún vera snillingur.

„Ég vil að fólk finni tilfinningar á bak við lögin mín. Kannski byggir lagið upp kjark og styrk til að bjóða einhverjum í drykk, eða kyssa manneskjuna sem þú ert skotin í… eða eitthvað annað sem gerir þig að hugrakkri manneskju og lætur þér líða vel.“

Það er nóg að gera hjá Lady Gaga um þessar mundir en hún er nýbúin að tilkynna það að hún sé að fara að gefa út nýja plötu sem fær nafnið ARTPOP og verður spennandi að fá að heyra lög Lafðinnar af henni.

_____________________________________________________