Hver fær ekki vatn í munninn við tilhugsunina um epli, kanil og hafra? Mmmmm…

Þess uppskrift er tilvalin fyrir bæði kökuboð á sunnudegi en líka fyrir skólann og ferðalagið. Þú getur geymt stykkin inni í ísskáp í allt að þrjá daga og þau haldast fersk og góð.

Uppskriftin kallar á svolitla fyrirhöfn fyrir óvana en er spennandi og skemmtileg.

ÞÚ ÞARFT

 • Feiti á úðabrúsa (non stick coocking spray)
 • 4 stór græn epli – skræld og skorin í þunnar sneiðar (um 500 gr)
 • 1/2 bolli og 3 matskeiðar ósaltað smjör
 • 2 og 1/2 teskeið kanill
 • 1/2 teskeið maldon salt
 • 1/2 bolli sykur
 • 1 bolli valsaðir hafrar
 • 2 bollar hveiti
 • 3/4 bolli púðursykur (ljós ef hægt)
 • 3/4 teskeið múskat
 • 1/4 tsk matarsódi
 • 1/4 bolli saxaðar valhnetur

AÐFERÐ

BOTN

Hitaðu ofninn í 190 gráður og úðaðu ofnplötu með feitinni.

Hrærðu saman í stórri skál, á hæsta hraða, smjör og sykur þangað til það verður ljóst og létt. Lækkaðu svo hraðann og bættu út í helming af hveiti og saltinu, settu svo restina af hveitinu rólega út í þar til myndast mjúkt deig í kúlu.

Taktu deigið og flettu út í ofnskúffu og aðeins upp með hliðum. Bakaðu þar til deigið er orðið gyllt eða í 15-20 mínútur.

Láttu það svo kólna alveg áður en haldið er áfram.

FYLLING

Til að gera fyllinguna setjum við smjörið og púðursykurinn saman á stóra pönnu yfir lágum hita og hrærum saman með trésleif þar til myndast sýróp.

Bætum við eplum og látum sýrópið  dreifa sér vel yfir eplin. Hækkaðu hitann í meðal og hrærðu vel í þessu og oft eða þar til eplin hafa mýkst alveg upp og eru byrjuð að leysast upp með sýrópinu. Ef eitthvað byrjar að brenna skaltu setja svolítið vatn út í, skrapa á botninn og lækka hitann.

Þegar eplin eru orðin mjög mjúk á að bæta út í kanil og múskati. Taka af hitanum og láta kólna alveg niður.

SKORPAN (crust)

Til að gera ‘skorpuna’ á að blanda saman í stórri skál:

 • Höfrum
 • 1/2 bolla hveiti
 • 1/2 bolla púðursykri
 • 1/2 tsk kanil
 • Matarsóda + salti 1/4 teskeið

Bættu út í smjörklumpum, sirka hálfum bolla, og klíptu þetta saman með fingrunum. Haltu áfram þar til úr myndast gróft, klumpukennt deig.Bættu þá út í hnetum og settu inn í ísskáp þar til þú ert tilbúin að bera fram.

Dreifðu epla/sýróps sultunni yfir botninn í jöfnu lagi og settu svo skorpudeigið yfir. Þrýstu létt niður og bakaðu þar til allt verður fallega gyllt, eða í um 20. Láttu svo kólna alveg niður, skerðu í ferninga og berðu fram…

Namm namm! Gott með kaffi…