Fórnardauði eftir Lee Child er 8 bókin um Jack Reacher

Aðeins hafa 4 bækur í þessari röð verið þýddar hér á landi en þær hafa vakið mikla kátínu spennusagnaraðdáenda.

Jack Reacher er gamall landgönguliði sem á leið hjá þorpi í Nesbraska. Hann hittir þar konu sem hefur verið lamin af manni sínum og vill aðeins eiga orð við manninn hennar varðandi framkomu hans við konur.

Fólkið er af Duncan ætt sem virðist ráða allri sveitinni og þar ræðst Jack ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Það spinnast fljótlega handrukkarar og glæpamenn inn í málið og þeir benda allir sem einn á Jack og gera hann að sökudólgi í máli sem er á milli þessara gengja.

Jack Reacher er sannkölluð ofur hetja, svona blanda af Rocky og He-Man. Hann virðist eiga auðvelt að berja hvern manninn á eftir öðrum og koma sér lipurlega út úr erfiðum aðstæðum. Sprengjur, barsmíðar, skotvopn og annars konar barefli er eitthvað sem nóg er af í þessari bók.

Ef þú ert hrifin af hasarbókum með þrusu aðalhetju þá er þetta rétta bókin fyrir þig!