Fyrir nokkrum árum birti Lýheilsustöð grein um hvernig við getum á einfaldan hátt metið skammtastærðir…

Eins og þú veist eflaust fara matarskammtar stækkandi og oft gerir maður sér ekki grein fyrir því við hvað á að miða þegar kemur að því að borða í hófi.

Nú er tími ferðalaga þar sem fólk fer í útilegur og gleymir sér oft í heilsuátakinu, leyfir sér meira en það er vant og borðar oft meira en það þarf. Auðvitað er það allt í lagi, allir hafa gott að því að slaka örlítið á í sumarfríinu en fyrir þá sem langar að vera með einhver viðmið er sniðugt að meta skammtastærðir hreinlega með því að nota þumalinn, höndina og hnefann.

ÞUMALL=MATSKEIÐ

Framan af þumli jafnast í því kerfi á við teskeið (5g) og þumallinn allur á við matskeið (15g) og er það er gott viðmið þegar þú ert að borða feitar sósur, strásykur og fleira.  Þægilegt er að miða skammta meðlætis, s.s. hrísgrjón og pasta, við hnefann – en lófastór skammtur er hæfilegur fyrir kjöt, fisk eða brauð.

LÓFINN

Ætla má að lófinn sé á stærð við 100 g af kjöti eða fiski en að sjálfsögðu er breytileiki í handastærð á millimanna. Stærri lófi er yfirleitt stærri líkami sem þarfnast oft meiri matar þannig að það helst í hendur.

HNEFINN

 Hnefinn er hæfilegur fyrir meðlæti sem er um það bil einni bolli eða 2-2.5 dl. Til dæmis hrísgrjón, kartöflur eða annað meðlæti.

Þú getur prófað að nota þessa aðferð þegar þú setur mat á diskinn þinn, kannski er þetta leiðin sem þú hefur verið að leita að til að borða í hófi.

Myndir eru fengnar að láni frá Lýðheilsustöðinni