Það er fátt betra en góð súkkulaðikaka!

Þessi kaka hefur algjörlega slegið í gegn heima hjá mér og ákvað ég að deila henni með ykkur. Enda hentar hún fullkomlega í kaffiboð á fallegum sumardegi.

Frönsk súkkulaðikaka með súkkulaðikúlum frá Góu

Botn:

  • 2 dl sykur
  • 200 g Smjör
  • 200 g suðusúkkulaði
  • 1 dl hveiti
  • 4 egg

Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveiti saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnuðu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið.

Bakið í vel smurðu tertuformi (ath. Ekki lausbotna) við 170 gráður í 30 mín.

Krem: 1 poki af Góu-kúlum og tæplega 1 dl af rjóma er brætt saman og látið kólna aðeins áður en því er hellt yfir kökuna.

Svaðaleg kaka, algjört lostæti! Ef þú vilt ganga aðeins lengra þá mæli ég með ferskum jarðaberjum, bláberjum, ís eða rjóma með kökunni. Mmmmm getur ekki klikkað, njóttu vel og lengi!