Nú um helgina, 22. til 24. júní, verður Bíó Paradís með skemmtilega kvikmyndahátíð sem kallast Reggísumar! Opnun hátíðarinnar fór fram í gær með pompi og prakt og opnunarmyndin sjálf var heimildarmyndin „Rise Up“ sem ætti eiginlega lýsa sem ferð inn í hjarta Jamaica.

Myndin segir frá þremur reggae listamönnum sem öll eru að reyna að þrífast í hörðu og hættulegu reggae samfélagi Jamaica: Turbulence, Ice og Kemoy.

Myndin byrjar á að fylgjast með Turbulence sem býr í fátækrahverfi Kingston, Hungry Town og dreymir um að vera velþekktur söngvari. Hægt og rólega rís frægðarsól hans upp og hann verður einn af þekktustu reggae listamönnum Jamaica.

Ice (Ice Anastacia) ólíkt Turbulence, fæðist með silfurskeið í munninum en dreymir einnig um að vera söngvari. Hvort hann meiki það er annað mál.

Kemoy er ung fátæk stelpa með gullrödd. Henni dreymir um að syngja á sviði og semur sín eigin lög . Hún er soldið hikandi að reyna sig áfram en með smá óvæntri hjálp gæti hún gert það – en spurningin er hvort hún vilji það sjálf.

„Rise Up“ að mínu mati var einstaklega hellandi mynd og sú vitneskja sem ég hafði um Rastafari hreyfinguna jókst eftir að klárað hana. Myndin gefur manni innsæi í heimi sem er heillandi og sorglegur á sama tíma.

Ég mæli eindregið með að allir Reggae og Rastafarar landsins sameinist í BíóParadís um helgina. Ásamt „Rise Up“ verður hin klassíska mynd „Rockers“ frá 1978 sýnd. í myndinni leika epískir artistar eins og Leroy Wallace, Burning Spear og Gregory Isaacs.

Hér er sýnishorn…

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=uIpZErOwJnc[/youtube]

Og annað…

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=mx8g4yoVkGU[/youtube]