Julianne Hough er þekkt leikkona í Hollywood sem leikur í stórmyndinni Rock of Ages sem sýnd verður í sumar. Þar áður tók hún þátt í raunverleika-dansþættinum Dancing With The Stars.

Á vefsíðu tímaritsins Glamour er að finna ‘sneak peak’ úr forsíðumyndatöku Julianne en Ellen von Unwerth tók myndirnar. Uppsetning, stílisering, hár og förðun er allt ótrúlega flott og með Glam Rock yfirbragði. Hún klæðist meðal annars Dolce&Gabbana og Pierre Balmain á myndunum.

Myndaserían birtist í næsta tölublaði Glamour ásamt viðtali við Julianne sem tekið er af Willa Paskin, en þar ræðir hún meðal annars um Tom Cruise, Ryan Secrest og fortíð sína.

Kíkið á myndirnar!