Söngkonan Sheryl Crow hefur tilkynnt það að hún hefur greinst með heilaæxli, þetta kemur fram í blaðinu Las Vegas Review Journal.

Sönkonunni stóð orðið ekki á sama þegar hún var farin að gleyma texta í lögum sínum en á meðan hún flutti lagið sitt “Soak Up The Sun” á tónleikum í Flórída þá mundi hún ekki sum orðin í textanum og fann því að það var ekki allt með felldu og lét athuga málið. Í skanna (MRI) kom í ljós æxli  við heila, æxlið er góðkynja og þarf sönkonan ekki að fara í aðgerð vegna þess.

Sheryl hefur háð baráttuna við krabbamein áður en árið 2006 greindist hún með brjóstakrabbamein sem hún sigraðist á. Við vonum að allt fari vel!