Holster er brjálæðislega töff og sniðugt vesti hannað af Bóasi Kristjánssyni og Sigga Odds í samstarfi við Jökul Sólberg. Vestið geymir allt sem nútíma karlmaður þarf að hafa á sér, síma, headphones, lykla, kort, klink, penna og sólgleraugu..

Vestin eru íslensk framleiðsla og það er hægt að velja um hreindýraskinn, lambaskinn og roð. Skinnin eru frá Sjávarleðri á Sauðárkróki, fyrirtæki í örum vexti sem selur skinn og roð til stórra tískuhúsa út í heimi.

Þó vestin séu upphaflega hönnuð fyrir karlmenn og minna á byssuhulstur þá þekki ég þó nokkrar flottar konur sem eru komnar í þau líka.  Vestin er hægt að fá í tveim stærðum “venjuleg” og “þrekin”. (t.a.m. hef ég pantað mér vesti í roði og hreindýraskinn í þrekinni stærð fyrir manninn minn) Þess má líka geta að Holster vestin voru frumsýn í Atmó húsinu á Hönnunarmars og seldust upp á tveim dögum!

Holster er frábær lausn fyrir karlmenn sem eru orðnir þreyttir á að fylla buxnavasana af drasli sem auðveldlega dettur út.

Vestin eru á sérstöku kynningartilboði til 8 júní á 22.800,- og þau má skoða og kaupa hér!