Á fjölvarpi símans er sjónvarpsstöðin Food Network – sem er ættuð úr Ameríkunni góðu. Mér finnst fátt skemmtilegra en að horfa á matreiðsluþætti, stúdera mat og bakstur og fá í leiðinni fullt fullt af hugmyndum í sambandi við matargerð.

Mínir uppáhaldsþættir eru…

 

Barefoot Contessa

Í þáttunum leiðir hún Ina Garten okkur í gegnum gamla og góða rétti á einfaldan og fljótlegan máta, það er eitthvað við röddina hennar sem dregur þig að skjánum enda klár og skemmtileg kona.

_______________________________________________________

Iron Chef America

Í þessum þáttum mætast Iron Chef kokkar sjónvarpsstöðvarinnar og aðrir kokkar víðsvegar af úr heiminum. Í þættinum er alltaf eitt leynihráefni og fá kokkarnir klukkutíma til þess að bera fram fimm rétti. Þessi þáttur er frábær skemmtun.

 

_______________________________________________________

 

Chopped

Hér erum við að tala um keppni á milli aðila í veitingageiranum kokkar, aðstoðarkokkar, veitingahúsaeigendur og fleiri fá að spreyta sig í þessum þætti. Fjórir keppendur hefja leik en aðeins einn sigurvegari stendur uppi, keppt er í forrétt, aðalrétt og eftirrétt og áður en þeir byrja að elda fá þeir körfur fyrir framan sig með fjórum hráefnum sem þeir verða að nota í réttinn sinn og elda hann innan vissra tímamarka.

_______________________________________________________

 

Kid In A Candy Store

Þáttastjórnandinn leiðir okkur í gegnum leyndarmál sætinda frá A til Ö. Nammigrísir fá hreinlega  vatn í munninn við að horfa á þennan þátt! Bara að passa sig að leiðast ekki í freistni eftir að hafa horft.

 

___________________________________________________

Healthy Appetite with Ellie Krieger

Ellie er næringarfræðingur sem eldar venjulegan mat á hollari hátt en vanalega  og með færri hitaeiningum. Hún er mikill snillingur og allir sem hafa áhuga á heilsunni, og kannski að grenna sig aðeins líka, ættu að hafa bæði gagn og gaman af þessum þætti.

 

_______________________________________________________

Guy’s Big Bite

Guy Fieri er snillingur í eldhúsinu.

Hann stjórnar einnig þættinum Diners, Drive-Ins and Dives og það er hreinn unaður að fylgjast með þeim þætti en þar heimsækir hann litla veitingastaði víðasvegar um ameríku. Litríkur karakter og hress eins og kanans er von og vísa.

 

_______________________________________________________

30 Minute Meals

Eldamennskan tekur ekki nema hálftíma með Rachael Ray, þarf að segja meira-snillingur að reiða fram holla og bragðgóða rétti á mettíma og löngu orðin vel þekkt hér á Íslandi í gegnum sjónvarpsþættina sína.

 

 

_______________________________________________________

Unique Sweets

Í þessum þætti eru allskyns bakarí, kaffihús og veitingastaðir heimsótt sem sérhæfa sig í eftirréttum og öðru sykruðu-dásemdin ein!

 

 

_______________________________________________________

 

Heimasíða stöðvarinnar er www.foodnetworktv.com en þar er hægt að setja hráefni í leitarvél og þá birtast fullt af uppskriftum á skjánum!

Einnig er hægt að finna uppskriftir úr þáttum sem þú hefur horft á, þannig að þú getur horft og lært að elda réttinn eða baka dýrindis kökur og sætabrauð.