TOP

TÍSKA: Klipptu fötin þín!

ALLAR lendum við í því að eiga “ekkert” til að fara í. Vandamálið liggur oftast í of miklu úrvali en oft erum við komnar með leið á öllu í fataskápnum. 

Oft liggja flíkur í skápnum sem við höfum ekki snert í langan tíma en viljum samt ekki henda. Það þarf oft mjög litla breytingu til að flíkin verði allt önnur. Það þarf ekki að kunna að sauma eða vera fatahönnuður til að breyta flík.

Gríptu skærin og byrjaðu að klippa!

T.d breyta buxum í stuttbuxur, klippa ermar af, gera boli opna í bakið, cutout axlir .. möguleikarnir eru endalausir.

Hér er google besti vinur þinn! Það er hægt að fá margar skemmtilegar hugmyndir á Google.

__________________________________________________________

 

Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.