TOP

Sigrún Þöll pjattrófa í forsíðuviðtali við Fréttatímann í dag

Fyrir rétt um ári síðan gekk frábær penni til liðs við Pjattrófurnar. Þetta er hún Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir, tölvunarfræðingur og fagurkeri með meiru. 37 ára mamma tveggja barna og tilvonandi konan hans Kims.

Þegar Sigrún byrjaði að skrifa með okkur hafði hún haldið úti sínu eigin bloggi í mörg ár. Á blogginu sínu hefur hún deilt ýmsu úr lífi sínu, svona eins og bloggarar gera, ásamt því að segja frá allskonar fíneríi og fegurð og því sem henni þykir spennandi.

Um það leiti sem Sigrún byrjaði að skrifa hér var hún að ganga í gegnum meðferð við brjóstakrabba en á sama tíma æfði hún fyrir Reykjavíkurmaraþon. Hver gerir það?! Okkur fannst frábært að fá svona kraftmikla og jákvæða konu í hópinn.

Tíminn leið og nú snemma í vor greindist Sigrún aftur en viðhorf hennar til lífsins eru enn þau sömu og alveg einstök. Hún tekur áföllunum með æðruleysi sem er til eftirbreytni og beitir skynseminni með þeim hætti að allir sem fylgjast með henni dást að og verða snortnir.

Í dag er hún Sigrún okkar framan á Fréttatímanum í stóru viðtali. Þar talar hún um krabbann, lífið, bloggið og allt hitt en eins og segir í viðtalinu þá dvelur hún ekki við tilhugsunina um dauðann.

„Núna finnst mér felast tækifæri í öllu. Ef eitthvað kom uppá var ég alltaf fljót að finna afsökun fyrir því að gera ekki hlutina. En núna finnst mér ekkert sem ég get ekki gert. Það er ekkert rétt eða rangt og maður á ekki endilega heima á ákveðnum stöðum,“ segir hún.

„Það er mikilvægt að máta sig við allskonar aðstæðum og finna leiðir svo hlutirnir gangi upp. Mér finnst allt of margir sitja og bíða þess að lífið byrji. Það er beðið eftir því að börnin verði svo og svo gömul svo hægt sé að gera hina og þessa hluti. Það getur vel verið að þá hafi fólk ekki heilsu, eða aðstæðurnar séu allt aðrar en fólk hugsaði sér. Það er svo mikilvægt að lifa í núinu og ég myndi segja að ég nái því“.

Við hvetjum þig til að lesa viðtalið við hana Sigrúnu. Þú finnur það HÉR.

Sigrún við  þig!

30+ stelpur & stelpustrákar, kyntröll, konur og kettlingar. Fjölbreytileiki, fegurð, gleði og góður fílíngur. Settu okkur í bookmark, eltu okkur á ÖLLUM samfélagsmiðlunum og líf þitt verður strax skemmtilegra! - Ef ekki, þá færðu endurgreitt! ATH: Snappið okkar heitir Pjattsnapp ATH: Sendu okkur póst á pjatt at pjatt punktur is