Fyrir rúmum tveimur vikum var stofnuð ný íslensk heimasíða. Inn á henni var ekkert nema nafn hennar, Malla Johansen, og svo niðurtalning sem taldi niður að 12. maí 2012.

Mikil spenna var í kringum síðuna og hvað væri í gangi. Smám saman fengum við sýnishorn og voru ekki fáir sem föttuðu að nýtt íslenskt fatamerki væri í vinnslu. Þann 12. maí opnaði heimasíðan og nú geta allir farið inn á hana HÉR.

Malla Johansen er íslenskt fatamerki sem er hannað af Önnu Lilju Johansen og Manuelu Ósk Harðardóttur. Línan þeirra er mjög klassísk og kvenleg en leggur einnig mikla áherslu á að vera nútímaleg og töff. Það er mikið um svarta kjóla og pils úr leðri, sem gefur þessum klassísku kvenlegu flíkum skemmtilega tilbreytingu. Einnig var mikið um fallegar og vandaðar kápur sem eru fullkomnar fyrir íslenskan vetur.

Hér eru nokkrar flíkur úr línunni, ekki gleyma að skrá þig á póstlistann á heimasíðunni þeirra til að fylgjast með hvar og hvenær flíkurnar þeirra verða til sölu.

___________________________________________________________