Nýverið voru samþykkt hræðileg lög í North-Carolina fylki í Bandaríkjunum sem banna ekki aðeins hjónabönd á milli einstaklinga af sama kyni heldur taka þau í rauninni öll réttindi af samkynhneigðum pörum sem búa saman, sem gerir það að verkum að samkynhneigð pör sem búa saman hafa ekki meiri réttindi en meðleigendur.

Einum degi áður en þessi lög voru samþykkt birti strákur sem missti kærastann sinn í slysi fyrir ári síðan þetta myndband á YouTube. Þegar þetta er skrifað eru liðnir 4 dagar síðan myndbandið var birt og 1.3 milljónir hafa horft.

Um leið og það er yndislegt til þess að hugsa hve litlum fordómum samkynhneigðir mæta á Íslandi í dag, á miðað við annars staðar í heiminum, þá er alltaf gott að staldra við til að muna af hverju við verðum að halda áfram baráttunni fyrir jafnrétti.

Hrósið frá mér í dag fer svo til Barack Obama sem er fyrsti Bandaríski forsetinn til að tilkynna opinberlegaað hann sé hlynntur samkynhneigðum hjónaböndum.