TOP

ÁST OG KYNLÍF: Þrjú í sama rúmi

Jónas er gamall og góður vinur minn. Var frekar flippaður á sínum yngri árum og alltaf að skipta um bólfélaga.

Hann náði sér þó í góða konu og eignaðist tvö börn með henni. Þau lifðu þessu venjulega lífi, vinna, skóli með vinnu, sinna börnum, fjölskyldu og vinum.

En það blundaði alltaf í Jónasi að gaman væri að sjá konu sína með annari konu. Hann dreymdi þetta á hverri nóttu og bað Telmu, konuna sína, á endanum um að prófa. Telma var ekki á því að deila manninum sínum með annari konu. Nei henni fannst þetta ekkert sniðugt. En Jónas þráaðist við og spurði endalaust hvort Telma væri ekki til í að prófa – bara einu sinni. Þau gætu fundið stelpu sem væri til í að leika sér með þeim og eftir þá nótt myndu leiðir skiljast og þau þyrftu aldrei að tala við þessa stelpu aftur. Þetta væri bara krydd í sambandið og algjörlega hans draumur að sjá tvær fallegar stelpur saman í rúminu.

Næstu kvöld fóru í það að hanga á Einkamál.is. Þau skelltu inn auglýsingu og fyrr en varði voru þó nokkrar stelpur búnar að svara auglýsingunni þeirra.

Á endanum játaði Telma en sagðist vilja hafa þetta á sínum forsendum, vildi fá að vita eitthvað um stelpuna og stelpan yrði að vera venjuleg sæt stelpa. Jónas sagði já við öllu, hann var í skýjunum. Loksins myndi draumur hans rætast.

Hann fór til vina sinna og sagði þeim hvað væri að fara að gerast. Þeir hlógu og spurðu hann hvað hann myndi gera ef þær yrðu ástfangnar. Eða Telma yrði svo afbrýðisöm að samband þeirra myndi slitna í kjölfarið. Jónas var góður með sig og sagði það gæti alls ekki gerst. Þetta var bara eitthvað sem þau parið ætluðu að gera til að krydda sambandið og fá smá alvöru spennu í það.

Næstu kvöld fóru í það að hanga á Einkamál.is. Þau skelltu inn auglýsingu og fyrr en varði voru þó nokkrar stelpur búnar að svara auglýsingunni þeirra. Stelpurnar voru áhugasamar og á endanum leist þeim voða vel á eina stelpu sem hét Sigga.

Sigga var 25 ára úr Reykjavík, einstæð með eitt barn. Henni langaði að prófa að vera með pari og sagðist vera heit fyrir að prufa hluti áður en hún myndi byrja aftur í sambandi.

Telmu og Jónasi leist vel á þetta og þau ákváðu eitt laugardagskvöld að hittast. Sigga mætti heim til þeirra, feimin og sæt. Jónas bauð upp á rauðvín og osta og kvöldið fór rólega af stað.

Nokkru seinna voru þau öll komin í gírinn, þau döðruðu og glottu. Jónas tók af skarið og bað stelpurnar um að kyssast. Þær kysstust heitt og innilega. Klæddu hvor aðra hægt úr fötunum og voru æstar. Telmu leist mjög vel á Siggu og fannst hún rosalega falleg, henni fannst líka gaman hversu mikinn áhuga Sigga hafði á sér en hafði nánast engan áhuga á Jónasi.

…loksins hafði draumur hans ræst og hann varð gríðalega æstur við að sjá konuna sína í heitu kynlífi með annari konu.

Þær enduðu upp í rúmi og elskuðust heitt og innilega. Jónas reyndi að leika með þeim en fékk litla sem enga athygli frá þeim. En hann var þó í skýjunum, loksins hafði draumur hans ræst og hann varð gríðalega æstur við að sjá konuna sína í heitu kynlífi með annari konu. Stelpurnar voru mjög ánægðar eftir kvöldið og ákváðu að þær gætu nú alveg hist aftur sem vinkonur því þær kunnu mjög vel við hvor aðra. Svo þær skiptust á símanúmerum og ákváðu að hittast fljótlega á kaffihúsi. Jónas var himinlifandi og það kviknaði von hjá honum að kannski gætu þau öll hist aftur og endurtekið leikinn.

Vikurnar liðu og Jónas heyrði mikið talað um Siggu. Sigga var svo skemmtileg, kát og hress og Telmu leið svo vel að hafa eignast svona frábæra vinkonu. Hún fór í margar heimsóknir til Siggu og þær virtust vera orðnar ansi nánar.

Kvöld eitt kom Telma til Jónasar og sagðist vera orðin ástfangin af Siggu. Hún vildi skilnað.

Hún flutti til Siggu með börnin þeirra og þær voru ástfangnar upp fyrir haus. Siggu hafði alltaf grunað að hún væri meira fyrir stelpur en stráka og fannst tilvalið að prófa það með því að stunda kynlíf með pari.

Telma varð ástfangin þegar hún prófaði að beiðni kærasta síns en Jónas greyið stóð einn eftir með drauminn sinn uppfylltann… eða hvað?

 

Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi. Hún hefur farið á 50 sjálfshjálparnámskeið, lesið þúsund bækur um andlegan þroska og byrjar hvern dag á innhverfri íhugun áður en hún fær sér rafsígarettu í munnstykki og tvöfaldan espresso. Bella er ekkert að skafa af því, hún er alltaf hún sjálf og þú getur líka sagt henni allt. Hún dæmir engan. Bella tekur á móti skilaboðum á: pjatt (hja) pjatt.is