Það hefur gefið sér vel á heimilinu að gera sína eigin pizzusósu en ótrúlegt en satt þá er það mjög auðvelt.

Með því að gera sína eigin sósu veistu nákvæmlega hvað er í henni og þú getur varla fengið ferskari sósu. Það er einnig auðvelt að frysta sósuna ef þú gerir of mikið og nota á næstu pizzu en þá þarftu kannski að sigta örlítið vökva frá þar sem hún missir aðeins þykkleika.

Hráefnið sem þú þarft í sósuna er:

8 Ferskir íslenskri tómatar
3 Hvítlauksrif (marðir eða saxaðir)
2 dl vatn
1 dós tómatpúrra (170 ml)
1 tsk agave sýróp/hrásykur (má sleppa)
1 msk rauðvínsedik
1 bakki fersk basilika (söxuð mjög fínt)
1 msk ítalskt krydd eða pizza krydd
chili pipar eftir smekk

Þú byrjar á því að sjóða tómatana í potti þannig að þeir verða linir, setur þá á pönnu og bætir við restinni af uppskriftinni. Því næst sýður þú pizzusósuna undir vægum hita þar til tómatarnir eru orðnir að mauki og sósan er farin að verða nógu þykk til að smyrja á pizzuna.

Mundu bara að hlutföllin sem notuð eru í uppskriftinni eru ekki heilög og best er að láta bragðlaukana ráða ferðinni!