Um daginn lærði ég að gera Chai Te frá grunni en það kom mér merkilega á óvart hversu gott þetta te er og ekki er ég mikil te manneskja fyrir.

Þar sem þú þarft er:


2/3 bolli vatn
1/3 bolli mjólk
1 heil kardimomma (fæst t.d. frá Pottagöldrum)
1 biti ferskt engifer
1 tsk hrásykur
1 tepoki

Settu vatnið og mjólkina í pott ásamt  tepokanum, engiferinu og sykrinum. Hleyptu upp suðu og þegar suðan er næstum því komin upp er gott að kremja kardimommuna og setja út í blönduna.

Teið er tilbúið þegar þú ert orðin sátt við litinn en því lengur sem þú síður blönduna því meira tebragð kemur af drykknum. Mörgum þykir gott að setja meiri sykur, meira af kardimommum eða meira af engifer og er það allt í lagi þar sem smekkur manna er sem betur fer misjafn.

Að sjálfsögðu er mikilvægt fyrir Pjattrófur að setja teið í fallegan bolla en þessi drykkur er upplagður að bjóða upp á þegar tekona kemur í kaffi.

…já og mundu að sigta teið áður en þú hellir því í bollann.