Gallabuxur í öllum regnbogans litum koma sterkar inn í sumar. Skemmtilegt – því það er svo gaman að brjóta normið upp og fagna sumrinu með litadýrð og örlítilli áræðni í fatavali.

Tímaritið Glamour er með skemmtilega úttekt á gallabuxum fyrir sumarið enda flest tískuhúsin með í þessu trendi. Bæði Zara og Topshop senda frá sér rósóttar buxur sem mörgum gætu þótt djarfur klæðnaður en prófaðu að skella þér í svona litríkar buxur, farðu í opna hælaskó við og fallegan einlitan topp við. Skemmtilegt ‘statement’.

Smelltu á galleríið til að skoða buxurnar sem eru á verðbilinun 3000 kr upp í 100.000 eða meira en þær dýrustu eru seldar á vefversluninni Net a Porter.