Það eru margir sólgnir í rækjusalat enda ferskar rækjur sérlega ljúffengt sjávarfang.

Vandinn við rækjusalatið er samt hitaeiningafjöldinn. Bæði innihalda rækjurnar sjálfar talsvert magn hitaeininga og svo er majónesið algjör kaloríusprengja.

Hér er uppskrift að góðu og fersku rækjusalati sem er dásamlegt ofan á nýbakað speltbrauð eða hrökkbrauð. Uppskriftin er fengin að láni úr fréttbréfi Hreyfingar.

Rækjusalat – fituminna og hollara

2 bollar rækjur
3-4 harðsoðin egg
1 tsk Töfrakrydd frá Pottagöldrum (eða Season All)
1,5 msk sætt sinnep
4-6 msk grísk jógúrt
Vel af nýmöluðum svörtum pipar
Sjávarsalt

Allt sett í skál og blandað vel saman. Smakkað til og bætt við af kryddum e.smekk.

Mjög bragðgott og hollt rækjusalat…verði ykkur að góðu!