Um daginn ákvað ég að prófa Solis djúsvélina sem hefur ekki verið notuð í langan tíma á heimilinu.

Mig langaði til þess að finna eitthverja geggjaða djúsa til þess að veita mér orku, fullir af vítamínum.

Ég prófaði mig áfram og komst að því að þessir fjórir eru mínir uppáhalds!

1. Vorboðinn

2 sítrónur
2 appelsínur
1 stórt grænt epli
2 perur
3 stilkar af myntu
1 lime

2. Ferskur

3 lítil epli
2 appelsínur
2 lúkur af rauðum vínberjum
2 gulrætur
1 hvít blóðappelsína

3. Engiferdraumur

3 kiwi
1 sítróna
2 lúkur græn vínber
2 rauð epli
2-3 sm engifer
2 sellerí

4. HeilsuBomban

3 græn epli
2 lúkur spínat
1 agúrka
2 lime
1 mangó

Endilega prófaðu líka… þetta er svo gott!