Hvað er betra en að sitja í góðra vina hópi eða með fjölskyldunni og sporðrenna ljúffengu lasagne með hvítlauksbrauði, góðu salati og kannski smá rauðvíni eða bara ísköldu vatni?

Hér er frábær uppskrift fyrir allt að átta manns. Líka gott næsta dag en athugaðu að það er aldrei gott að geyma steikt hakk lengur en í einn til tvo daga. Uppskriftina fengum við í fréttabréfi Hreyfingar svo það má stóla á að þetta sé hollt og gott.

INNIHALD:

150 g nauta og lambahakk
Lófafylli brokkóliblóm
6 – 8 kirsuberjatómatar
5 hvitlauksrif
1 rauðlaukur
2 lófafylli spínat
Stór gul paprika, skorin i sneiðar
2 blaðlaukar,skornir i sneiðar og svo til hálfs
3 krukkur Toscana pastasósa (fæst í Krónunni)
Sjávarsalt
Nýmalaður svartur pipar
Best á allt Pottagaldra krydd
Ítölsk Hvitlauksblanda Pottagaldrakrydd
Rifinn ostur

AÐFERÐ:

Saxa lauk og hvitlauk og steikja á pönnu með hakkinu. Blanda út í brokkóli, tómötum og blaðlauk, steikja létt í smá stund.

Hella úr 3 krukkum pastasósu saman við. Krydda með salti og pipar. Láta malla í 5-6 mín.

Setja í ofnfast fat, fyrst lag af kjötsósunni, lasagne blöd yfir og svo aftur lag af sósu og aftur lasagneblöð og aftur sósu. Raða ofan á papriku og spínati, og krydda með ítölsku hvitlauksblöndunni svo rifinn ost yfir allt.
Baka í ofni í 25 mín. Setja rifinn ost yfir og Best á allt krydd og baka í 5 mín í viðbót. Berid fram med góðu brauði, gjarnan með hvítlauksolíu og ristuðu í ofni.

Verði ykkur að góðu og góða helgi!