Geitaostur hefur alveg sérstakt bragð sem nýtur sín sérlega vel með t.d. hunangi og hnetum eða öðru ‘krönsí’ og sætu. Hann fer ofsalega vel með ákveðnum tegundum af hvítvíni og er þar fyrir utan ekki af kúnni eins og flestir ostar sem gerir hann að heppilegri neysluvöru fyrir þær sem þola illa kúaafurðir.

Talandi um það… Hér er ofboðslega girnileg uppskrift að pizzu sem stendur til að elda um helgina… unaður fyrir mig, þig og alla hina matarsnobbarana…

BALSAMIC, LAUK OG GEITAOSTS PIZZA

INNIHALD
1 matskeið ólífuolíu
1/2 matskeið af ósöltu smjöri
250 gr perlulaukur
1/4 bolli af balsamic ediki
1 1/2 teskeið af sykri

PIZZAN
ferskur, mjúkur geitaostur (má vera smurostur)
pizzubotn (mæli með spelti)
fersk steinselja
matskeið ólífuolía

AÐFERÐ

Laukurinn: Hitaðu olíu og smjör saman á stórri pönnu á meðal hita þar til feitin fer að freyða. Settu laukinn út í og eldaði í 7-9 mínútur eða þar til hann verður brún/gylltur. Snúðu einu sinni til tvisvar. Bættu þá út í balsamic ediki, sykri og 1/4 bolla af vatni. Hrærðu til að leysa sykurinn upp. Lækkaðu hitann og láttu malla í 12 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur og vökvinn orðinn þykkur eins og sýróp. Veltu á pönnunni og taktu svo af hitanum og láttu kólna. (Það má geyma laukinn í ísskáp í 3 daga eftir að búið er að meðhöndla hann svona en láttu hann kólna að stofuhita áður en þú lætur hann á pizzuna).

Pizzan: Hitaðu ofninn og hálf bakaðu pizza-botninn í ca 8 mínútur (eða keyptu botn sem búið er að elda fyrirfram). Taktu þá botninn fram, dreifðu yfir geitaosti, skerðu átta lauka til helminga og dreifðu jafnt yfir pizzuna. Settu aftur í ofninn og láttu bakast í sirka 7-8 mínútur. Dreifðu svo steinselju og ólífuolíu yfir og skerðu í sneiðar.

Nammi namm 😉

(úr Vegetarian Times Apríl/May 2011)