Matgæðingarnir á Sushisamba eru með góðan gest í heimsókn hjá sér þessa dagana. Sushi meistarinn Mr.Wang er á staðnum en hann hefur búið til sushi í 15 ár og sá kann þetta!

Við Vala litum þarna við fyrir opnunarteiti RFF og fengum okkur að smakka alveg frábærlega gott og öðruvísi. Í tilefni af heimsókninni frá Japan býður Sushisamba 8 bita maki rúllu ásamt hvítvínsglasi á 1590 Kr.

Hægt er að velja úr þremur mismunandi maki rúllum:

1. Banana rúlla; Bananar, avocado, sesamfræ og japanskt mayo
2. Túnfisk rúlla; Túnfiskur,, spínat, panko, aspas og unagi sósa
3. Rækjuepla rúlla; Rækja, lax, avakadó, graslaukur, masagó og epla salat

Fáðu þér eina rúllu og glas af hvítu með á litlar 1590 kr. (Verst finnst okkur að þau séu ekki með opið í hádeginu)… en hver hefur ekki gott af eðalsushi og hvítvíni svona á þriðjudagskvöldi ;). Í framhaldi af þessu verður Sushisamba með samskonar tilboð á Sunnudögum.

Svo er vert að minna á gleðigjöf sem við Pjattrófur erum að gefa lesendum okkar með Sushisamba en það er sushi og hvítt fyrir 8-10 manns sem þýðir að heppin lesandi og allur saumaklúbburinn hennar getur farið frítt út að borða á þessum skemmtilega stað.

Smelltu HÉR til að kanna það…