Ashton Kutcher mun leika Steve Jobs í kvikmyndinni Jobs sem fer í tökur á næstunni.

Þetta kom fram í Bandaríska tímaritinu Variety í fyrradag og því voru margir sem héldu að um eitthvað grín væri að ræða en svo er ekki.

Myndin verður svokölluð indí mynd sem þýðir að það eru ekki stórir kvikmyndarisar á bak við framleiðsluna en þó segja fróðir að Sony sé einnig með mynd um Steve Jobs í bígerð.

Ashton Kutcher er þekktastur fyrir grín og gamaleik sem og leik í rómantískum myndum (kvennagull) en hann þykir svo sláandi líkur Jobs á yngri árum að það var ekki hjá því komist að ráða hann í hlutverkið.

Við bíðum spenntar eftir myndinni enda eru flestir pistlahöfundar pjattrófanna ákafir Apple og Steve Jobs aðdáendur.