Þessi Smoothie er æði, einfaldur, hollur og stútfullur af andoxunarefnum.

Innihald:

  • 250 ml Goji berry safi (frá The Berry Company)
  • 3 stór Jarðaber
  • 1 Banani
  • 1 poki af Smoothie mix blöndu með Ananas, Mangó og Papaya (fæst í Nettó)
  • 1 dl frosin stór Bláber.

Aðferð:

Goji berry safanum er hellt í blandarann, bananinn settur út í og síðan jarðaberin, blandaranum lokað og sett á fullan kraft og leyft að blandast vel saman, síðan er litla lokið á blandaranum opnað og mangó, ananas og papaya blöndunni er bætt út í og síðan bláberjunum. Það þarf engan klaka út í þennan drykk því að bláberin og mangóblandan er frosin.

Njótið vel!