Ameríkaninn klikkar sjaldan hvað varðar djúsí matargerð! Reyndar myndi margur Amerískur matur teljast í það óhollasta en það er allt í góðu að “tríta” sig á laugardegi með einhverju eins og einföldum og bragðgóðum Sloppy Joe.

Ég fann þessa uppskrift, prófaði í gær… og varð ekki svikin!

Hráefni (fyrir 4-5):

500 g nautahakk

1/2-1 laukur

2 hvítlauksrif

1 græn paprika (má sleppa)

1/2 bolli tómatsósa úr dós (af hökkuðum tómötum)

1 dl tómatpúrré (paste)

3 msk venjuleg tómatsósa

2-3 msk sojasósa

20 g hrásykur (mér fannst betra að setja minna)

5 hamborgarabrauð

Rifinn ostur eftir smekk

Aðferð:

Brúnið lauk, hvítlauk, papriku og hakk á pönnu við frekar háan hita. Takið safann af, og bætið tómatsósum, tómatpúrré, sojasósu og hrásykri saman við og látið malla í um 5 mínútur. Gott er að krydda með salti, pipar, hvítlauksdufti og bæta örlitlum kjötkrafti saman við. Færið blönduna yfir í pott og látið krauma við hægan hita í 10-20 mínútur og hrærið reglulega í.

Hitið brauðin í ofni og setjið svo 2 msk af blöndunni í eitt brauð og smá rifinn ost ofan á. Berið fram t.d. með salati, steiktu grænmmeti eða ofnfrönskum.

Njótið vel! Mmmmm…