Þessi er í miklu uppáhaldi, hann er ótrúlega einfaldur og ferskur, bætir og kætir.

Hér kemur uppskriftin:

  • 250 ml hreinn ávaxtasafi (mér finnst appelsínusafi bestur)
  • 1 Bolli  Mangó
  • 10 Jarðaber
  • 1 Bolli Bláber
  • 1 Banani

Allt sett saman í blandarann og blandað saman í dágóða stund-á helst að vera laus við kekki.

Mér finnst best að hafa ávextina frosna því að þá slepp ég við það að setja klaka út í drykkinn, en ég er yfirleitt með fersk jarðaber og ófrosinn banana í þessum drykk.

Verði þér að góðu og njóttu vel.