Stella McCartney er ekki bara frábær hönnuður og mikil skvísa, heldur býr hún líka til góð ilmvötn! Stella ilmvatnið frá henni er algjört æði!

Ég var svo heppin að fá eina svona flösku í hendurnar, en ég elska góð ilmvötn! Ilmurinn er sterkur en samt ekki yfirgnæfandi. Það kennir asískra áhrifa í honum en rósailmur, léttur sítrus og mandarín eru ráðandi. Lyktin er þó alls ekki súr. Það eru djúpir tónar í ilmvatninu og það endist virkilega vel á húðinni. Og flaskan er mjög falleg; dökkfjólublá, bleik og svört.

Þær sem eru mikið fyrir þunga, kryddaða ilmi munu líklega ekki falla fyrir ‘Stella’ ilmvatninu en þær sem vilja eitthvað blómalegt og ferskt ættu að prufa það! Einn af stóru kostunum er líka að þó ég sé með lyktina á mér finn ég hana ekki stöðugt sjálf.

Ég mun pottþétt kaupa mér þetta ilmvatn aftur þegar ég klára flöskuna. Þetta er eitt af þeim betri frá henni Stellu okkar!