Ég hef komist að því að ég er algjör ‘sökker’ fyrir Valentínusardeginum þó að mér finnist eitthvað mjög svo hallærislegt við hann á sama tíma…

…En ég slæ ekki hendinni á móti tilefni til að fara út að borða með sætum kærasta! Ég held að flestir sem eru í sambandi haldi upp á þennan dag ástarinnar á einn eða annan hátt, hvort sem það er með því að fara í ísbíltúr og kela smá eða fara í eitthvað grand dekur og gefa hvort öðru dýrindis gjafir.

Hér fyrir neðan eru hugmyndir að gjöfum fyrir stelpurnar sem klikka ekki!

__________________________________________________________