Færðu stundum þráláta löngun í reyktan lax eða grafinn? Þá gæti verið að þig skorti D-vítamín en laxinn er jú stútfullur af þeim sem og Omega 3 fitusýrunum góðu.

Reyktur lax er líka einstaklega skemmtileg fæða þar sem þú getur neytt hans á fjölbreyttan hátt. Með hrærðum eggjum, á hrökkbrauði, eða með rjómaosti og beyglu svo fátt eitt sé nefnt.

Hér er nýr vinkill á reykta laxinn, einskonar smjörpate sem hægt er að nota sem álegg á hrökkbrauð og kex:

  • 200 gr af mjúku, góðu smjöri
  • 200 gr af reyktum laxi
  • 2 msk ferskt dill
  • safi úr hálfri sítrónu

Blandaðu þessu saman og láttu standa í klukkutíma áður en það er borið fram með góðu hrökkbrauði eða kexi.

Ekta ‘skandinavískur’ réttur sem bráðnar á tungunni.