Svona lúkkar þetta

Ég á iPhone 4 sem ég nota mjög mikið og alveg fyrir ótrúlegustu hluti. Ég er nýbúin að fá hann og er svona hægt og bítandi að prófa mig áfram.

Um daginn var ég að skoða 100 sniðugustu “öppin”. Eitt þeirra vekjaraklukka sem gengur lengra… þvílíkt snilldarforrit sem þetta er!

SLEEP CYCLE er vekjaraklukka sem skynjar svefnmunstur þitt á hreyfingum. Svo vekur hún þig þegar þú sefur laust og minnkar þannig líkurnar á að þú verðir ómöguleg/ur þegar þú vaknar. Appið vekur mann semsagt á réttum stað í svefn mynstrinu. Ég hef alltaf vaknað  fyrir áætlaðan tíma en alltaf vakna ég úthvíld og tilbúin í daginn.

Núna vakna ég yfirleitt klukkan 6 alla daga því ég hreinlega elska taka daginn snemma. Vakna á þægilegan máta, úthvíld og nýti mér daginn mun betur.

Ég til dæmis er búin að ýmsu þegar fjölskyldan mín vaknar. Oftast búin að fara í ræktina og sturtu eða bara fara í notalegt gott morgunbað og gera mig alveg tilbúna fyrir skólann.

SLEEP CYCLE er HÉRNA.