Pore refining burstinn er farðagrunnur, eða primer sem dregur úr opnum húðholum og ójöfnum á húðinni. Þá er t.d. átt við ör eftir bólur, línur eða annað slíkt.

Notaðu Pore Refining Skin Care burstann áður en þú setur á þig farða en notaðu helst farða sem inniheldur bæði sólarvörn og raka (mikið úrval af þeim).

Áferðin af þessum skemmtilega farðagrunni er létt og frískleg og grunnurinn smýgur vel inn í húðina.

Burstinn kemur í frábærum umbúðum. Þú snýrð takkanum með einu  handtaki, pumpar smá á handabakið eða beint á andltið og berð á. Þannig myndast jöfn og góð áferð.

Hentug vara sem fer vel í snyrtibuddunni.

Stikkorð:

Dregur úr opnum húðholum

Sléttir húðina

Dregur úr gljáa