Mér hefur fundist vera frekar erfitt að finna út hversu margar hitaeiningar eru í SUSHI.

Ég skrifa alltaf matardagbók og fylgist vel með því sem ég læt ofan í mig, en hef ég oft verið að vandræðast með að vita nákvæmlega hvað ég er að borða þegar SUSHI er á disknum mínum.

Vinkona mín sagði mér frá þessum vef, en hann er með lista yfir hversu margar hitaeiningar er í SUSHI.

Þarna má sjá hitaeningar í allskonar tegundum af þessum guðdómlega mat en fyrir þá sem hafa gaman að því að pæla í hitaeiningum og jafnvel skrifa matadagbækur, þá er þessi vefur bráðsniðugur. Eftir stutta rannsókn sýnist mér það vera gott viðmið að hugsa einn sushi bita sem 50 hitaeiningar.

SUSHI hitaeiningar

SUSHI rúllaHITAEININGARFITA (g)
Avocado rúlla1405.7
California rúlla2557.0
Laxa og Avocado rúlla3048.7

Nigiri hitaeiningar

SUSHI tegundLÝSINGHITAEININGAR
AmaebiSæt rækja60
SakeVilltur lax60
IkaKolkrabbi26