Ég rakst á þessa súper girnilegu mynd um daginn en þetta er hollur og einfaldur eftirréttur sem hentar vel fyrir virku dagana…

…Það eina sem þú þarft í eftirréttinn góða er:

Uppáhalds vanillu-jógúrtið þitt
1/4 bolli múslí
3 stór jarðaber
…og stórt glas

Byrjaðu á að skera jarðaberin til helminga. Settu hálft jarðaber á botninn, smá jógúrt yfir og músli efst…svo er röðin bara endurtekin þangað til að glasið er fullt.

Þessi holli eftirréttur er góður, einfaldur, djúsí, safaríkur og ‘krönsí’…og svo ‘lúkkar’ hann svakalega vel í stóru glæru glasi! Hvað er hægt að biðja um meira?

Bon appetit!

:uppskrift héðan: