Golden Globe verðlaunin voru afhent í gærkvöldi í Bandaríkjunum en þar komu saman flestar fallegustu og frægustu stjörnur heims.

Fyrir valinu urðu besta myndin The Descendants, besta myndin í flokki grín og/eða söngleikja: The Artist. Besti leikstjórinn: Martin Scorsese fyrir myndina Hugo. Besti leikarinn var George Clooney fyrir leik í myndinni The Descendants og besta leikkonan hún Meryl Streep fyrir að leika Margréti Thatcher, í The Iron Lady sem nú er sýnd í Laugarásbíó.

En svo eru það allir kjólarnir og skartgripirnir og förðunin sem pjattrófum finnst ekki síður áhugavert en kvikmyndirnar.