Svefninn er því miður allt of vanmetið fyrirbæri í okkar vestræna samfélagi þar sem mikil áhersla er lögð á markmiðasetningu og árangur.

Við vitum allar hvernig við lítum mikið betur út þegar við erum vel úthvíldar, og okkur líður vissulega betur, samt er eins og það sitji alltaf á hakanum að fá átta klukkustunda svefn yfir nóttina.

Nú er það líka vísindalega sannað að svefnleysi stuðlar að því að fólk bætir meiru á sig en ef þú sefur vel og hvílist eru líkur á því að þú borðir líka minna.

Allar klukkustundir sem þú færð fyrir miðnætti má tvöfalda sem hvíldartíma svo reyndu að koma þér snemma á koddann í kvöld og njóttu þess að vakna úthvíld í fyrramálið!

Ef þú gerir þetta að minnsta kosti tvisvar í viku máttu búast við bættri andlegri – og líkamlegri heilsu. Byrjaðu í kvöld!