Kryddaður Krapi drykkurinn upp úr bókinni Heilsudrykkir er svalandi og góður.

Þegar ég var að fletta í gegnum bókina Heilsudrykkir rak ég augun í drykk sem freistaði mín. Kryddaður Krapi með möndlumjólk, ananas, jarðarberjum og múskati.

Þar sem ég átti ekki frosinn ananas notaði ég í staðinn ferskan sem gerði það að verkum að drykkurinn væntanlega ekki eins krapaður og hann átti að vera, en kryddaður var hann og góður.

Hér er uppskriftin ef þig langar til að prófa.

2 dl möndlumjólk
1 dl ananasbitar, frosnir
1 dl jarðarber, frosin
1/4 tsk múskat

Setti allt í blandarann, á fulla ferð og bar svo fram í glasi á fæti.