Það eru margar matartegundir sem passa einstaklega vel saman. Salthnetur og rúsínur, egg og beikon, súkkulaðikaka með rjóma og fleira og fleira.

Mér finnst ofsalega gott að vefja lakkrísrúllu utan um hraunbita, eða borða lakkrís með grænum hlunki. M&M er líka einstaklega gott með saltpillum og þegar ég fer í Fríhöfnina tek ég yfirleitt með mér einn poka af sitthvoru.

Mamma kenndi mér þegar ég var lítil stelpa að blanda saman poppi og Tópas en stundum set ég út í poppið grænan Ópal ef ég er í þannig stuði, mér finnst samt betra að nota grænan Tópas. Áðan fór ég í bíó og keypti mér þessa tvennu og datt í hug að deila þessu mér þér, svona ef þú ert á leiðinni í bíó á næstunni.

Það þarf enga sérstaka tækni við þetta, bara taka popppokann, hella Tópasnum út í og hrista. Prófaðu!