Leikkonan Sienna Miller er ólétt að sínu fyrsta barni.

Barnsfaðir hennar er leikarinn Tom Sturrige en sá er 26 ára, fjórum árum yngri en Sienna.

Sienna og Tom eyddu jólunum saman í París en þegar þau komu heim til London tilkynntu þau um óléttuna.

Þau hafa verið að hittast í eitt ár og vinir leikkonunnar munu vera hæstánægðir með ráðahaginn.

Þó að Tom sé nokkuð yngri en Sienna er hann góður við hana og þroskaður maður.

Fjölskylda leikkonunnar mun einnig vera sátt við að hún hafi endanlega lokið sambandinu við Jude Law en það gekk fram og aftur í langan tíma og endaði síðast í febrúar í fyrra.

Þau hættu fyrst saman árið 2006 þegar Jude átti í kynlífssambandi við barnfóstru barnanna sem hann á með Sadie Frost.