Möndlur eru frábært snakk og mjög góðar eftir jólasukkið.

Í aðeins 70 grömmum af þessari ofurfæðu er að finna næstum því alla þína dagsþörf af E vítamínum en líka ríbóflavín, níasín, thiamín, B-6 og fólöt.

Einnig er magnesíum, potassium, kalk, járn, sínk og seleníum í möndlum.

Æðislegur matur sem hægt er að neyta til dæmis með því að bæta þeim í hafragrautinn, ristaðar í salat eða í ofnbakaða eftirrétti, nú eða bara sem lófasnakk.