Þeir sem snæða kalkún um jólin vita að fyllingin spilar stóran þátt í því að ilmurinn úr eldhúsinu verður lokkandi og ef þú ert að leita að góðri fyllingu, þá luma ég á einni uppskrift.

Kosturinn við þessa uppskrift er að það er hægt að undirbúa hana daginn fyrir Aðfangadag og er ég alltaf búin að skera hráefnið niður að kvöldi Þorláksmessu og setja í litlar skálar sem bíða mín á eldhúsbekknum þegar ég vakna 24. desember ár hvert.

Hér er uppskriftin mín:

 • 1 stór smátt saxaðu laukur
 • 200 g brytjaðir sveppir
 • 250 g saxaðar gulrætur
 • 50 g þurrkuð epli
 • 50 g þurrkaðar apríkósur
 • 6 sneiðar hvítt brauð án skorpu
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl vatn
 • 2 grænmetistengingar
 • 1 tsk svartur pipar
 • 3 tsk oregano duft

Aðferðin er svo einföld, bara saxa allt sem hægt er að saxa niður í litla bita og blanda saman.
Það er gott að fara bara í einnota hanska og nota hendurnar, kreista brauðið og rjóman og gúmmilaðið þannig að þetta verður að fínni fyllingu.

Ertu búin að skoða færsluna “Að elda kalkún” og “Kalkúnapækill” ?