Ég skrapp í Smáralindina um daginn, var að kaupa mér skó, þegar ég gekk fram hjá Sushi gryfjunni og ákvað að skella mér á nokkra sushi bita.

Ég verð nú að segja að þessi staður kom heldur betur á óvart! Sushi-ið var fallega framreitt, ferskt og bragðgott.

Ég skrapp til Kanada um daginn og bragðaði besta sushi sem ég hef smakkað á minni sushi lífstíð og í augnablik þegar ég stakk fyrsta maki bitanum upp í mig sitjandi á Sushi gryfjunni, þá tókst mér að ferðast alla leiðina til Kanada og aftur upp í Smáralind í einum bita.

Það skemmdi ekki fyrir að þjónustan var frábær og sýndi afgreiðslustúlkan mér einstaka þolinmæði þegar ég stóð örugglega í tíu mínútur yfir matseðlinum og var að reyna að ákveða mig. Hún brosti bara allan tímann og svaraði öllum spurningunum sem dundu yfir hana.

Ég á klárlega eftir að fara aftur á Sushi gryfjuna, það er ekki spurning!