Um daginn eignaðist ég splúnkunýja bók Heilsu Drykkir, eftir Auði Ingibjörgu Konráðsdóttur. Frábær bók, stútfull af flottum ‘smoothies’ uppskriftum og öðru góðu.

Það kom mér skemmtilega á óvart að bókin er líka full af fróðleik um hráefnið sem er notað en það kom sér sérstaklega vel þegar ég stóð frammi fyrir því að arka í fyrsta sinn út í búð til að kaupa möndlumjólk, rísmjólk og haframjólk.

Einhvernvegin fannst mér ég þurfa að vita hvað ég væri að kaupa, svona áður en ég tek það stóra skref að hreinlega gera mína mjólk sjálf eins og kennt er að gera í bókinni, en róleg stelpa, best er að taka eitt skref í einu.

Drykkirnir í bókinni eru allir stútfullir af næringaefnum og þegar ég fór að fletta bókinni átti ég í vandræðum með að velja fyrsta drykkinn.

Eða…. eiginlega samt ekki þar sem sætindapúkinn í mér staldraði að sjálfsögðu við orð sem hann kannast við frá fornu fari en fyrir valinu varð Snikki, as in Snickers!

obbboobboobbbboobbbboobbb…..

Ég lofaði einkaþjálfaranum mínum að drekka ekki heilan líter á dag af möndlumjólk, hrísmjólk eða haframjólk, en það stefnir allt í það ef allar uppskriftirnar í bókinni eru jafn góðar og hann Snikki minn.

Hér er uppskriftin…

  • 2 dl möndlumjólk
  • 1 1/2 tsk. agavesíróp
  • 1 1/2 tsk. kakó (ég notaði 100% kakó)
  • 1 1/2 tsk. hnetusmjör (lífrænt frá henni Sollu sætu)
  • 1/4 tsk. vanillukorn
  • 3-4 ísmolar

og aðferðin ?

Bara skella þessu öllu saman í blandara og bruna af stað!