Hvernig væri að hafa hamborgarapartý um næstu helgi? Vantar þig kannski hugmyndir að nýrri útfærslu á hamborgaranum?

Ef svo er þá er Cheese & Burger Society síðan fyrir þig!

Vefurinn inniheldur 30 uppskriftir að hamborgurum sem eru fullkomnaðir með hinum og þessum ostinum og er hver annar girnilegri. Þeir eru einnig með 10 hamborgara til viðbótar þar sem hver borgari er gerður til heiðurs borgum í Bandaríkjunum. Nú er ekki eftir neinu að bíða, bara skella sér í Kjöthöllina og kaupa sér hamborgarakjötið, koma við í matvöruverslun og kannski kippa einum öllara með.

Ég efast um að karlpeningurinn fussi yfir þessum…